Nei, það held ég að enginn geti staðfest. Þetta vekur hinsvegar upp bernskuminningu hjá mér.
Þegar ég var lítill, voru afi minn og amma stundum að skoða gamlar slides-myndir. Það kom fyrir að einhverjar þeirra höfðu óvart verið settar á hvolf í “magazínið” og birtust því þannig á tjaldinu.
Afi sagði þá hlæjandi “Þarna er ég í Ástralíu”. Sem varð tilefni mikilla heilabrota hjá mér… Afi hafði nefnilega áður gefið mér hnattlíkan í afmælisgjöf og útskýrt það fyrir mér. Hann benti mér á að Ísland, og Danmörk, og England - öll löndin sem ég þá þekkti, væru OFAN Á hnettinum. En hinum megin á hnettinum voru líka lönd, eins og t.d. þetta - sem hann benti á - Ástralía!
Ég átti náttúrlega bágt með að skilja afhverju fólk dytti ekki af þessu landi fyrst það var á hvolfi? Og síðar, fyrst að myndin af afa var á hvolfi, hlaut þá ekki amma að hafa staðið “rétt” þegar hún tók hana? …eða virkaði kannski þessi ástralski hvolf-effect á filmur líka? Þetta mál var allt hið dularfyllsta fyrir mér.
Þetta komst þó allt á sæmilega hreint hjá mér á næstu 2-3 árum. Ekki þó án nánari útskýringa kallsins, sem talaði þá um einvhvern Englending í gamladaga sem fékk epli í hausinn.
Veit ekki, kannski hefur honum verið farið að förlast þá ;)
_______________________