Það veltur allt á því hvað gerðist við Miklahvell. Nútímaeðlisfræði getur ekki skýrt það almennilega, vel ígrundaðar ágiskanir eru allt sem við höfum. Það þarf ekki að vera að það sé ráðgáta, það er það bara miðað við nútíma þekkingu.
Þegar Miklihvellur hefur verið skýrður (og þar gæti LHC hjálpað) verður auðveldara að segja til um hvort eitthvað sé athugavert við þetta háa hlutfall efnis gagnvart andefni í heiminum, eða hvort þetta hlutfall sé yfirleitt hátt.