Það skiptir ekki máli hvernig menn reyna að túlka hlutina, hvort dagur sé öld og öld dagur, þegar að jörðin verður til á undan ljósinu.
En vísindalega sköpunarsagan sem segir svo að til sé eitthvað fyrirbæri, einhvers staðar, gætt einhverjum eiginleikum og gerði ekki neitt annað en að skapa aðstæðurnar við mikla hvell og ekkert meira… segir í raun ekki mikið.
Útskýrir ekki neitt, gefur ekki trúarlega fróun og klikkar á því grunnmunstri sem við sjáum að eftir því sem við rekjum þróun lífs, myndun alheimsins lengra og lengra aftur í tímann þá verður allt einfaldara.
Einfaldari lífform, einfaldari eindir, einfaldari ferli.
3 af 4 grunnkröftum alheims hafa verið raktir saman ef við spólum nógu langt aftur í tímann.
Með þessu mynstri er frekar út í hött að skella síðan einhverri gríðarlega flókinni veru og vitund í upphafspunktinn.
þ.e. þetta er ekki einu sinni “vísindalegt” þar sem þetta útskýrir ekki neitt, veitir engan skilning og er því ekkert annað en enn ein sköpunarsagan… ekki “vísindaleg” sköpunarsaga
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig