Strumpaheilkennið eða silfursverting eins og það heitir á læknamáli er einkennilegt fyrirbæri. Þegar menn innbyrða silfur í lengri tíma safnast það í líkamanum og veldur því að húðin verður grá eða blágrá. (Hér er mynd). Silfur í stórum skömmtum getur líka verið mjög skaðlegt, því er vissara að þeir sem vilji líta út eins og strumpar leiti sér að annari aðferð. Sumir trúa því að silfur sé mikil heilsubót.
Fyrst ég minnist á þetta ákvað ég líka að tala um efni sem notað er í matvælum, E175. Það er gjarnan notað til skreytinga og í drykki, til dæmis frægan drykk sem kallast einfaldlega Goldwasser eða Gullvatn. Já, gull er e-efni!