Þú þekkir muninn á tölustaf og tölum, ekki satt? Núll og einn eru táknuð með tölustöfunum 0 og 1. Með því að raða þessum táknum saman, t.d. 1000, höfum við myndað tákn fyrir þúsund sem er tala.
Tölustafirnir sem við notum í íslensku eru: 0,1,2,3,4,5,6,7,8,9. Þeir voru fyrst notaðir af Indverjum og síðar Aröbum en Evrópubúar fengu tölustafina frá þeim. Þess vegna eru þeir kallaðir indversk-arabískir tölustafir. Kínverjar hafa sérstök tákn fyrir núll, einn, tvo o.s.frv. Hérna er táknið fyrir núll á kínversku. Þetta er líka tölustafur alveg eins og 0, þeir eru báðir tákn fyrir hugtakið núll.
Þessir tíu tölustafir sem við notum eru grunntölur í því talnakerfi sem við notum, það kallast einfaldlega tíundakerfi. Ástæðan fyrir því að við höfum tíu sem grunntölu er væntanlega sú að við höfum tíu fingur (Súmerar notuðu hins vegar sextíu sem grunntölu, þess vegna er enn þann dag í dag 60 mínútur í klukkustund og 12 klukkustundir í hálfum degi, 12 gengur fimm sinnum upp í grunntöluna 60). Það er í raun og veru hægt að nota hvaða grunntölu sem er. Tvíundakerfið er það sem notað er í tölvum, þá þarf bara táknin 0 og 1. Þá táknar til dæmis 100 fjóra.
Mæli með því að þú lesir þetta hér á Vísindavefnum.
Bætt við 10. september 2008 - 15:01 http://visindavefur.is/svar.php?id=3062