Ef þú hefur séð spilagaldurinn þar sem þú notar 21 spil og leggur þær í þrjár jafnar raðir, virkar svipað.
Aðferðin er rétt en ég nenni ekki að fara yfir tölurnar hjá “Loka”, en semsagt, þú getur alltaf vitað hvaða bolti er þyngri með því að bera saman niðurstöðurnar úr þremur vigtununum.
Sem dæmi
Fyrsta vigtun:
-Vinstri skál: 1 2 3 4
-Hægri skál: 5 6 7 8
-Ekki á vigt: 9 10 11 12
Önnur vigtun:
-Vinstri skál: 1 2 5 9
-Hægri skál: 3 4 10 11
-Ekki á vigt: 6 7 8 12
Þriðja vigtun:
-Vinstri skál: 3 7 9 10
-Hægri skál: 1 4 6 12
-Ekki á vigt: 2 5 8 11
Ef gefið er að bolti 1 er þyngri, þá á Vinstri skálin að síga fyrstu tvær vigtanirnar en hvorugar síga í seinustu, ef þú lítur yfir töfluna þá er talan 1 sú eina sem að veldur þessu. Sama gildir yfir allar tölurnar.
Svo geturðu líka notað aðferðina sem Vitringur svaraði með,
þú vigtar setur fjóra bolta hægra megin og fjóra bolta hinum megin, annað hvort sígur það hægra megin, vinstra megin eða hvergi, þá eru mögulegir boltar orðnir fjórir.
Þá seturðu 1 og 1, þá eru 50% líkur að þú ert kominn með niðurstöðuna, en annars vigtarðu hina tvo og þá ertu kominn með hana.