Hér er video af útskýringu á því hvernig er hægt að ímynda sér fjórðu rúmfræði víddina, fyrir þá sem hafa ekki kynnt sér það.

http://www.youtube.com/watch?v=Y9KT4M7kiSw&feature=related

Mér þykir fáránlegt hversu viðurkennd þessi útskýring er af vísindasamfélaginu útaf því hversu gölluð hún er. Tvívíður hlutir og þrívíður hlutir geta ekki haft “samskipti”. Þrívíður hlutur getur ekki ferðast í tvívíðum heimi. Einföld stærðfræði mælir algjörlega gegn þessu. Hver er stærð tvívíðs hlutar í þrívíðum heimi? 0.
Þar sem hann hefur bara tvær hliðar og þriðja hliðin er algjörlega flöt, hann væri ósýnilegur og ósnertanlegur, hann væri ekki til.

Og það sama gildir um allar aðrar víddir.

Ég neita samt ekki tilvist fjórðu víddarinnar og annara vídda, hvort sem það er raunverulega eða hugmyndarlega. En þessi “samskipti” milli vídda er alveg fáránleg og röng hugmynd.

Og ég tala ekki um ómöguleika lífvera til að vera til í tvívíðum heimi þar sem þetta er bara myndlíking fyrir þrívíðan heim að ímynda sér fervíðan heim.

Ég vona að einhver geti sagt mér að ég hafi kolvitlaust fyrir mér þannig að ég geti haldið uppi einhverri virðingu minni fyrir vísindasamfélaginu, þar sem það sem ég er að tala um virðast vera svo algjörlega einfaldar rökvillur.