á hraða ljóssins ef ekki hraðar
Það er ekki hægt, því miður. Bara undir ljóshraða, og hjá LHC á að komast sem næst honum og mögulegt er, sem er ástæðan fyrir stærð hraðalsins.
telja að þetta gæti rufið gat á tímarúmið!
Það sem gæti gerst er að svartholin sem þeir áætla að myndist gufi ekki upp með Hawking-geislun, sem telja má ólíklegt. Gerist það eru einhverjar (en litlar) líkur á að þau stækki og dafni og gleypi jörðina, sveigi tímarúmið og eru þá einhverjar, en aftur litlar líkur á að “tímaferðalög” í lauslegum skilningi þess orðs eigi sér stað.
að fara í forntíðina tel ég að það sé ómögulegt því það þíðir að fyrir hverja 1/1.000.000 af sekúndu sem við erum til hérna í þessu alheimi verður til nýr alheimur til sem inniheldur forntíðina sem við fórum í gegn.
Eitthvað af rangfærslum hér, það er kenning til meðal skammtafræðinga að fyrir hverja skammtafræðilega niðurstöðu úr óvissudæmi myndist ný veröld. Tímasetningar gagnast lítið við áætlanir fjölda þeirra, enda er sá fjöldi óendanlegur. Þessi fjöldi alheima merkir að ólíklegt sé að tímaferðalög hepnnist í einmitt þeim heimi sem við erum stödd í.
Tveir Rússneskir stærðfræðingar, o.fl., hafa samt komið með þá tilgátu að lítil ormagöng geti myndast þar, sem munu að sjálfsögðu vera minna en atóm eða eitthvað…en samt telst það mjög góður árangur þar sem gríðarleg orka er spáð að þurfi fyrir það, triljónir sólir eða eitthvað. Aftur er þetta aðeins niðurstöður stærfræðinar.
Orkan sem þarf fyrir ormagöng sem “eitthvað gagn” er af er gífurleg, á við efnislega orku einhverra pláneta. Jafnvel ef ormagöng myndast í LHC er í hæsta máta ólíklegt að þau hafi einhver áhrif, og líklegast er að þau verði ekki til hvort eð er. Orkan í LHC, þótt hún sé gífurleg á jarðneskan mælikvarða, er stjarnfræðilega svipur hjá sjón.
Ég held bara að maðurinn hafi ekki þá þekkingu til að fullyrða þetta, alveg rosalega mikil óvissa og ekki nógu nákvæmir útreikningar.
Afstæðiskenningin fullyrðir að til að hlutur með massa nái ljóshraða þarf óendanlega orku. Kenningin hefur margoft verið staðfest með mikilli nákvæmni og vissu.
Þetta eru ekki eindir minni en atóm, þetta eru róteindir, sem eru einmitt atóm vetnis með engri rafeind.
Róteind er öllu jöfnu smærri en frumeind, nema í tilfelli jákvætt hlaðinnar vetnisfrumeindar, þegar hún er allt sem eftir er af atóminu.
ef hún hefur ekki rafeindina er það ekki atóm, þá er hún jón.
Hún er reyndar hlaðin frumeind. Ekki
ekki frumeind.
afhverju rafeind hefur engan massa
Rafeind hefur reyndar massa, þótt hann sé minni en kjarneindanna.
Það voru uppi spurningar um að þessi tilraun gæti ollið smásvartholum o.fl. en því hefur verið vísað á bug og talið afsannað að gæti gerst.
Það hefur ekki verið afsannað, það er reyndar búist við því að svartholin myndist. Því hefur hins vegar verið vísað á bug að þau eyðist ekki strax, stækki og gleypi jörðina.
LHC hefur ekki verið ræstur, en nánari upplýsingar um tilgang hans og tengla inn á heimasíður verkefnisins má sjá hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Large_Hadron_ColliderOg farið svo að læra eðlisfræði.