Tíminn er til, tíminn er vídd.
Ein vídd getur ákvarðað mjög litla staðsetningu, upp eða niður.
En við getum túlkað hreyfingu þess sem er staðsett með því að bæta tíma við. Þá sjáum við annað hvort punkt hreyfast eftir þessari línu, eða þá, ef við viljum sjá hreyfinguna án þess að þurfa að nota tíma þá stillum við tímanum upp sem rúmvídd og búum til graf.
Línurit er þegar við notum eina rúmvídd til að ákvarða staðsetningu, upp eða niður, og aðra rúmvídd til að ákvarða tíma, þ.e. flæði fyrri víddarinnar.
Sama er hægt að gera með staðsetningu í tvívídd. Þá er hægt að búa til þrívítt líkan þar sem þriðja rúmvíddinn er tími og sýnir þar flæði hinna tveggja víddanna.
Sama er hægt að gera síðan með staðsetningu í þrívíðu rúmi, fyrir utan það að við höfum ekki fjórðu víddina til að stilla þessu upp eins og við höfum gert hér að ofan.
En hún er samt til, hún er tíminn, hún er flæði hins þrívíða tímarúms.
Tíminn er ekki beint uppfinning, þó svo að hann hafi verið skilgreindur af mönnum. tími er það sem klukkur mæla :)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Verð að mótmæla þessu. Þó svo að tíminn sé vídd þá er tíminn eins og við skynjum hann ekki “til”. Í þeim skilningi að það sé ekki hægt að ferðast í gegnum tímann, þeas það sé þá skilgreining á “til”. Það er ekki hægt að fara til baka í tímann, né áfram í honum. Og í sambandi með þessi gröf þá geyma þau jú upplýsingar stöðu hluta á vissum punkti í tíma en þau sanna samt ekki “tilvist” tímanns.
Og þá meina þrátt fyrir að vera með alveg ótamarkaða orku og upplýsingar þá gæti maður aldrei ferðast í gegnum tímann, nema með því að geyma allar þær upplýsingar um stöðu alls sem hafa einhverntímann verið til og svo endurskapa þær aðstöður og þar með “feika það”.
Ég hélt fyrst þegar ég kynnti mér special relativity að það sannaði tilvist tímanns, en svo fattaði ég að í því samhengi er “tíminn” í raun og veru hreyfing hluta á quantum stigi. Þ.e.a.s. þegar þú reynir að ná ljóshraða hægist á hreyfingum öreinda og þar með hreyfingu alls. Því hraðar sem þú ferð, því hægar fara öreindir og þar með því hægar ferð þú, og með það hvernig rúm warpast hef ég ekki alveg fattað, enda tel ég það ekkert vera algjörlega sannað :$
En verð að segja að með því að það sé ekki hægt að flakka um tíma þá sé hann ekki til. Þrátt fyrir að vel mega kallast vídd.
0
Víst er hægt að verðast í tíma. Við erum að því. Við erum á stöðugu ferðalagi áfram í tíma.
Tími er eiginleiki alheimsins til að breytast. Tíminn er ekkert sem er sannað, tíminn er skilgreiningaratriði.
Því hraðar sem við förum, þeim mun hægar líður tíminn hjá okkur, frá öðrum séð.
Við erum samt ekkert að fara hægar.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
0
Já, það er samt takmarkað hvernig er hægt að “ferðast” um tíma. Þeas úr fortíð í framtíð.
0
takmörkun er ekki það sama og ómöguleiki.
Þess vegna finnst mér fínt að líta á tíma sem flæði rúmsins.
Rétt eins og tvívítt graf getur sýnt flæði punkts í einni vídd.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
0