Nú var það rauða litarefnið. En já þetta er eitthvað svo kaldhæðnislegt að segja að eitthvað sé krabbameinsvaldandi en til þess að geta í raun og veru myndað krabbamein að þá þarftu að innbyrða svo gríðarlegt magn af eftirfarandi efni t.d. eitt baðgar.
Það sem gjarnan veldur misskilningi er að mörg efni eru nefndir krabbameinsvaldar þó svo það þurfi töluvert magn af þeim til þess að einhverjar líkur séu á að þeir valdi krabbameini. Alveg eins er kvikasilfur taugaeitur sem er að finna sjávarafurðum til dæmis, en magnið er svo lítið að það veldur litlum áhrifum. Þess vegna segir enginn að það sé taugaeitur í fiskum. Ef það eru krabbameinsvaldar í matarafurðum á annað borð þá er það oftast vegna þess hvernig fólk eldar matinn (sérstaklega þegar hann er grillaður).
Vá ég vissi ekki að það væri kvikasilfur í fiskum, hélt að það væri bara taugaeitur eins og er í t.d. blöðru fiskinum(þarf að elda hann sértstaklega)man ekki alveg rétta nafnið á honum, en þú hefur vafalaust heyrt um hann ;) Jú og síðan blek, en kvikasilfur hef ég aldrei heyrt. Finnst það í öllum fiskitegundum eða bara e-h ákveðnum?