Þetta voru bæði umhverfisvandamál sem voru að kollríða mannkyninu og þeim sem vildu flokka sig sem ábyrgar manneskjur og bæði tengdist loftslaginu.
Þetta var hins vegar sitt hvort vandamálið.
Hlýnun jarðar er oft tengd við aukinn útblástur á gróðurhúsalofttegundum, svo sem koldíoxíði og metani, sem er þeim eiginleikum gædd að hleypa sýnilegu ljósi í gegnum sig, þ.e. Sólarljós kemst í gegnum gasið og til jarðar.
Þau hins vegar gleypa í sig ljós sem er með aðeins lengri bylgjulengd, innrautt ljós, sem við köllum oft hita. Þ.e. gasið drekkur í sig hitan sem jörðin glampar af sér og kemur í veg fyrir það að hitinn geisli aftur út í geim.
Þetta er allt saman vitað, það er bara spurning um það hvort framlag manna sé nægilegt til þess að þessi áhrif fáist.
Ef þú sást þætti sem voru á Rúv fyrir skömmu þá var meðal annars fjallað um þau áhrif sem þetta getur haft á jörðina. Sama hvort við hitum hana eða þá þetta er náttúruleg hitnun, þá þýðir það að sífrerin í Síberíu gæti farið að bráðna, en þar eru fleiri hegtarar af stöðuvötnum sem í búa lífverur sem anda frá sér metani og eru fleiri tonn af metani föst undir ísnum. Ef hann bráðnar og það losnar út í andrúmsloftið gæti það flýtt hlýnuninni enn meira.
Málið með Ósonlagið er hins vegar að O3 sem er að finna í gufuhvolfinu drekkur í sig útfjólublátt ljós, orkuríka sólargeisla sem annars myndu komast alla leið til jarðar og vera mjög skaðlegir fyrir lífríkið.
Það kemur útblæstri úr bílum lítið við heldur var mikið notað af klór-flúor efnum (CFC…) meðal annars úr úðabrúsum og kæliskápum.
Það var bannað í flestum vestrænum ríkjum á árunum 1985-96 og er minnkun ózonlagsins mun minni í dag en hún var þá.
Talið er að minnkunin sem á sér stað í dag sé vegna varanlegs magns gasins í andrúmsloftinu, en það getur verið þar í 50-100 ár áður en það brotnar niður.
Auk þess sem mörg lönd hafa enn ekki bannað það.
Þarna var umhverfis vandi og mannkynið leysti hann…
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig