Eins og ég segi, fólk sem lendir í þessu er ekkert að ljúga, það trúir því sem það segir að það hafi lent í vegna þess að upplifun þeirra var alveg jafn raunveruleg og allt annað.
Með miðlana hins vegar þá eru þeir frat, eins og ég segi þá nota þeir aðferð sem heitir cold reading og þegar henni er beitt á mann þá virkar það eins og að manneskjan sé að þilja upp fyrir manni æi einni runu þó að rauninn sé önnur.
Cold Reading er tækni sem byggist á því að manneskjan segir orð, gjarnan eitthvað sem passar við marga, og fylgist með svipbrigðum viðmælandans til þess að komast nær, og vitanlega þegar miðillin segir eitthvað sem á við um manneskjuna þá hrópar viðmælandinn “já, þetta er hann pabbi” eða eitthvað álíka.
Dæmi:
M(iðill): Ég sé mann, hann er gráhærður, var lengi veikur
V(iðmælandinn): *stur upp svip um að hann kannist ekki við þetta*(ómeðvitað að sjálfsögðu)
M: Nei, hann þekkti einhvern sem barðist lengi við veikindi, kannastu við hann?
V: Jaa….
M: Hann var ekki náskyldur, tengist eitthvað sjónum, segist heita Jó … uhm Jóhann … Jónmu …
V: setur upp svip sem gefur til kynna að hann kannist ekki við þetta
M: G … Guð …. mundur … Sigm … mund … Ey …
V: JÁ, hann Eyólfur gamli, já, hann vildi alltaf flytja einhvert nálægt sjónum
M: Já, takk takk, Eyólfur var það, sambandið er eitthvað truflað.
M: Hann segir að þú eigir að hugsa vel um þig, passa .. uhm … hann segir að þú sért með verk einhversstaðr, óþægindi
V: já, ég er stundum með verk í bakinu.
M: já, bakverk, já, hann segir að þú eigir að fara vel með bakið á þér, takk takk.
Allir vilja jú fá pening
Hvernig er hægt að koma með óhyggjandi sannannir fyrir því að eitthvað svona sé ekki til? Það eina sem þú getur gert er að skoða hvað bendir til þess að eitthvað svona sé til og ef nákvæmlega ekkert bendit til þess þá er rökréttast að trúa því ekki, og það er ekkert sem bendir til þess að það sé nokkur sál, við erum bara það sem við erum og persónuleikinn okkar ræðst af heilanum okkar, ekki einhverju töfrafyrirbæri sem tekur sér bólfestu þa