Bara kominn svona fínn korkaflokkur fyrir náttúruvísindi. Þetta er allt að koma til.
En ég ætla að varpa fram minni fyrstu spurningu sem hljóðar svo:
Hvur fjárinn er munurinn á flæði og osmósu? (á væntanlega við um frumur) Ég er búinn að lesa þetta nokkrum sinnum og mér finnst ég ávallt vera að lesa það sama.
Osmósa er flæði sem fruman stjórnar sjálf t.d. þá getur hún verið með miklu minna vatn inní sér en fyrir utan og hún er með eithvað frumulíffæri sem stjórnar því hvað fer inní frumuna og hvað fer útúr henni og ef fruman getur stjórnað því er það osmósa en flæði er það þegar eithvað fer inn og úr frumunni án þess að hún fái eithvað ráðið um það. Það á líka við þegar þú ert með glas fullt af vatni og setur lítinn dropa af grænum lit í það og þá fer það þannig að liturinn verður búinn að dreifa sér um allt glasið eftir smá stund og það er flæði.
Flæði er eithvað sem gerist bara. Osmósa er stjórnað af frumu.
man samt ekki alveg. er held ég með osmósuna á hreinu.
Ef styrkur innan frumu er meiri en fyrir utan þá drekkur hún ósjálfkrafa í sig vatn gegnum osmótískan þrýsting þar til hún sprignur.
Flæði er hvernig efni dreifast frá meiri styrk til meiri án þess að fruman þurfi að hafa fyrir því, rétt eins og þegar þú prumpar þá dreifist gasið út í andrúmsloftið svo fólkið sem er með þér í bíl finnur líka lyktina.
Að lokum minnir mig að sé burður. Þá þarf fruman að nota orku til að flytja ákveðin efni inn eða út úr frumunni, T.d. Natrín-Kalín dælan
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Því flæði er líka samheiti sveimis. Ég veit ekki nákvæmlega hvað þú ert að lesa. Annars vegar er átt við flæði vökva í gegnum himnu (ósmósa, himnuflæði, flæði) og hins vegar er átt við þegar efni dreifir jafnt úr sér í vökva eða gasi (getur prufað að setja litarefni í heitt vatn, þá gerist þetta hraðar, og þú sérð að það dreifist hægt og rólega jafnt úr því, þetta er alveg sérstakt viðfangsefni innan eðlisfræðinnar).
Bætt við 6. mars 2008 - 17:48 Hið síðara nefnist sem sagt sveimi, flæði eða flakk.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..