Ég og vinur minn vorum að ræða um það hvort eftirfarandi brandari væri eðlisfræðilegur eða efnafræðilegur:
http://www.ediblebrain.com/fwha/arrarr/thermo.htm
Hann vill meina að þar sem brandarinn er um varmafræði, ein grein eðlisfræði, þá er brandarinn eðlisfræðilegur.
En ég segi bara að brandarinn sé efnafærðilegur því í honum koma hugtök eins og exothermic, endothermic, rate of change, mole etc. sem eru náttúrulega grunnhugtök tengd efnaferlum, hugtök sem eru lífnauðsynlegra fyrir efnafræðinga heldur en eðlisfræðinga.
Svo er “Is hell exothermic or endothermic?” náttúrulega bara týpísk efnafræði spurning, sbr. er þetta efnaferli útvermið eða innvermið? og svoleiðis.
Auðvitað er varmafræði svið í eðlifræði en í brandaranum erum við að tala um efnafræðileg varmafræði sem gerir hann efnafræðilegan, imao.
Hvað segiði vísundar sem hafa lært efnafræði og eðlisfræði, finnst ykkur yfirbragðið vera meira svona efnafræðilegt eða eðlisfræðilegt?
Ég stend við mitt en vil bara heyra hvað þið hafið að segja. Get rökrætt svarið mitt betur ef þið viljið.