Ein spurning í bókinni minni hljóðar svona:
“Nærsýni og fjarsýni í ungum mönnum er hægt að laga með snertilinsum, sem felldar eru framan á augun. En ekki er hægt að laga ellifjarsýni með snertilinsum, til þess þurfa menn lesgleraugu. Hvaða skýring er á þessu?”
Það er auðvitað ekki neitt um þetta í bókinni (og sama á við helminginn af spurningunum, við eigum bara að vita þetta). Ég gúglaði þessu og það eina sem ég fann benti til þess að það væri víst hægt að laga þetta með linsum. Veit einhver eitthvað um þetta?
(Ég veit að ég er að setja þetta á tvo staði, held bara að ég gæti búist við svörum á báðum stöðum …)