Myndi halda að það væri frekar tregt til að mygla… þ.e.a.s myglusveppirnir geta einfaldlega ekki haldist við á því.
Hinsvegar veit ég að það þránar og það þykir víst góður siður að láta heimildir fylgja… en ég veit að vefsíður geta verið vafasamar heimildir.
http://www.xocoatl.org/misc.htmAnnars ef þetta er léleg heimild getið þið alltaf notað súkkulaði köku uppskriftina þarna neðar á síðunni :)
Bætt við 20. nóvember 2007 - 22:22 Þetta er líka efni í góða tilraun!
Suðusúkklaði plata, álbakki, plastfilma, vatn, ljós og hiti. Þá ertu kominn með þitt eigið gróðurhús og getur athugað hvort súkkulaðið myglar. Gætir líka sett brauðsneið ofan í til að flýta fyrir myndun sveppanna. Annars held ég að súkkulaðið myndi fljótt bráðna :S