Þú varst ekki
bara að benda á að fólk ætti ekki að treysta of mikið á Wikipedia, engin ætti að treysta um of á nein rit en ætti að meta það sjálfur. Þú gafst í skyn að villurnar væru margar þegar þú sagðir að Wikipedia klikki oft. Ég er búin að benda á
samanburðarrannsókn sem sýnir að Wikipedia klikkar ekki mikið oftar en önnur alfræðirit. Auk þess hef ég sagt að það eigi ekki að nota alfræðirit (sama hvaða alfræðirit það er) sem heimildir, ég var að mótmæla því að kennararnir segðu ykkur að nota ekki Wikipedia (eins og þú einfaldlega orðaðir það). Sem er ekkert nema della. Hvaða bækur eru annars
á móti Wikipedia? Áttu við að þeim beri ekki saman eða að það standi í einhverri bók að maður ætti ekki að nota Wikipedia?
Ég hef ekki verið að segja að neinn sé hálfviti eða nokkuð sé rusl. Ég er einfaldlega að benda á að kennarar gera mistök eins og aðrir, heilræði þeirra þurfa ekki að vera gáfuleg þó þeir séu klárir.
Svo er þetta ekki
bara ein bók sem ég bendi á, þetta er bók sem er rituð af lærðum manni (augljóslega ekki hálfviti!), svo er hún yfirfarinn af námsgagnastofnun og fleiri lærðum mönnum. Villan á kápunni var bara versta dæmið um villu, þær voru margar í bókinni sjálfri og það var gefið út leiðréttingarhefti fyrir hana næstum jafn þykkt og bókin. Bókin hét Eðlis- og efnafræði - Orka og umhverfi eftir Rúnar S. Þorvaldsson.