Okey, þessu bara varð ég að svara.
Tilvist tíu (ef ekki fleiri) vídda hjálpar vísindunum á óendanlega mikinn hátt. Það er einmitt það sem heldur aftur af vísindamönnum í dag.
Strengjafræði eins og hún leggur sig byggir á því að það séu til a.m.k. 11 víddir. Og strengjafræðin er hálfgert hugarfóstur Einstein (Þegar hann var við dauðans dyr), s.s. Theory of Everything.
Svo er skammtafræðin einnig að byggja í stórum dráttum á fleiri en okkar 3 (jafnvel 4) víddum. Og margt í sambandi henni hefur verið vísindalega sannað (Með tilraunum og öðru álíka).
Annars er ég alveg sammála þér, þetta eru ekki vísindi fyrr en það verður hægt að mæla þetta og sjá út marktækar niðurstöður frá mælinum. Hinsvegar er þetta ansi áhugaverð fræði og gæti svarað fullt af spurningum.
Hinsvegar ættu allir að taka þessum kenningum með algjörum fyrirvara. Bara afþví að einhver gæi með doktorsgráðu í eðlisfræði sagði þetta, þýðir ekki að þetta sé satt. Þetta eru kenningar á algjöru grunnstigi sem gætu verið kollfelldar á næstu árum. Hinsvegar hafa ekki sést kenningar sem eru studdar af jafn mikilli stærðfræði sést í langan tíma, þannig að það er a.m.k. eitthvað sem bendir til þess að þetta sé satt, upp að vissu marki þá.
Hinsvegar vil ég benda þér á eitt með svarið hans Tryptophan fyrir neðan, þá eru stærðfræðilegar reikningar í n víddum (1, 2, 3, og alveg upp í 1000, ef þú vilt, ef ekki meira) mjög sniðugir. En það er hinsvegar ekki það sem málið snérist um, þó svo að þessir útreikningar geti verið sniðugir. Þetta er mikið notað í línulegri algebru sem er eitt af aðal tólum stærðfræðinga, verkfræðinga og eðlisfræðinga og jafnvel allra sem stunda vísindi til þess að leysa vandamál. Vegna þess að ef hægt er að koma vandamáli yfir á línulegt form er nánast alltaf hægt að finna lausnir á því. Og því flóknari sem dæmin verða, því fleiri víddir fara að blandast inn í málið.
En jæja, þetta kom allt í kolvitlausri röð miðað við hvað þú sagðir en hvað með það. Ég er sammála þér upp að vissu marki en ósammála á öðru. Þessar kenningar gætu breytt heiminum eins og við þekkjum hann á næstu árum (Sérstaklega í ljósi þess að LHC/CERN er að fara í gang á næsta ári) eða að þær gætu verið kollfelldar og fólk þarf að byrja upp á nýtt.
Hinsvegar er ekki mikill möguleiki á því þar sem að eins og Brian Greene orðaði þetta, þá er þetta allt stærðfræðilega rétt og eins og við vitum öll, er stærðfræði æðisleg :p