Mig hefur alltaf langað til að sjá hvað gerist raunverulega þegar fólk stendur frammi fyrir trylluvandamálinu (
http://en.wikipedia.org/wiki/Trolley_problem). Rannsókninn væri þannig að menn væru fyrst spurðir hvað þeir myndu gera og svo væru þeir sendir í annað herbergi þar sem búið væri að sviðsetja þetta allt saman og gaurinn þarf að taka raunverulega ákvörðun (hann má að sjálfsögðu ekki vita að þetta er sviðsett eða plat).
En það er kannski heldur óraunhæft.
Eitt sem mér dettur í hug er bakteríutalning í húsum. Taka sýni á mörgum stöðum í mismunandi húsum og finna út hvar mestur fjöldi baktería er að finna (undir vaskinum hjá ruslafötunni?) o.s.frv. Það er bölvað vesen að vinna með rottur að einhverju gagni, þú þarft að þjálfa þær í að ýta á rofa eða hvað eina sem er brjálað vesen.
Ég myndi samt gera rannsóknir á fólki, til dæmis hegðun þess o.s.frv. Rannsókninn getur farið fram í formi viðtals. Getur endurgert þessa rannsókn:
http://en.wikipedia.org/wiki/Milgram_experimenteða búið til svipaða rannsókn.