Þú skiptir kúlunum í 4x3 hópa. Hópur 1,2,3,4. Tökum bara fyrst t.d hóp 1,2 . Segjum svo að hópur 1,2 eru jafn þungir, þá tökum við hóp 3 t.d, þú tekur tvær kúlur úr hópi 3 og geymir þá þriðju, kúlur 1,2,3 í hópi 3, ef kúla 1 lyfist upp og 2 sígur niður, þá tekur þú kúlu 3 og vigtar með annað hvort kúlu 1 eða 2, tökum kúlu 2 frá sem var þyngri en kúla 1 og setjum kúlu 3 á, ef kúla 1 og 3 eru jafn þungar þá er kúla 2 þygnri en hinar 11. Annars er kúla 1 léttari.Ef kúlur 1,2 eru jafn þungar þá skiptir þú út kúlu 1 eða 2 fyrir kúlu 3 þá veistu hvort kúla 3 er þyngir eða léttari eftir því hvort hún sígur niður eða lyftist upp. Ef hópur 1,2 voru ekki jafn þugir þá gerir þú það sama og við hóp 3. Þetta voru 3 vigtanir með 12 kúlur. Vona að ég hafi útskírt þetta nægilega vel.
Bætt við 1. júní 2009 - 09:31
Ég skoðaði þetta aðeins betur og reyndist ekki rétt, ef kúlurnar í hópi 3 voru jafn þungar þá var hópur 4 eftir.
Þú númerar kúlurnar frá 1-12. Tökum 1,2,3,4 á móti 5,6,7,8 ef þær eru jafn þungar þá tekur þú 9,10 á móti 11,8 við vitum að 8 er hvorki þyngri né léttari. Ef 9,10 - 11,8 eru jafn þungar þá tökum við eina af 9,10,11 á móti 12, tökum 11 á móti 12 þá vitum við hvort 12 sé þyngri eða léttari. Segjum svo að 9,10 eru léttari en 11,8 þá vigtum við 9-10 ef þær eru jafn þungar þá er 11 þyngri en hinar, ef þær eru ekki jafn þungar þá er léttari kúlan af 9 eða 10 sú sem við leitum af.Notum sömu aðferð ef 9,10 eru þyngri en 11,8.
Ef 1,2,3,4 og 5,6,7,8 eru ekki jafn þungar. Tökum sem dæmi ef 1,2,3,4 eru léttari en 5,6,7,8, þá tökum við 1,2,5 á móti 3,6,9 við vitum að 9 er hvorki þyngri né léttari. EF þær eru jafn þungar þá er annaðhvort 7,8 þyngri eða 4 léttari. Vigtaðu 7 á móti 8 ef þær eru jafn þungar þá er 4 léttust, annars er þyngri kúlan af 7 eða 8 sú sem við leitum að.
Ef 1,2,5 - 3,6,9 eru ekki jafn þungar. Tökum svo að 1,2,5 eru léttari en 3,6,9, þá er annaðhvort 6 þung eða 1,2 léttari. Vigtaðu 1 á móti 2 þá er léttari kúlan sú sem við leitum að, ef 1-2 eru jafn þungar þá er 6 þyngst.