Það hefur verið talsvert rætt um þetta hérna, eins og þú getur hæglega séð ef þú rennir yfir eldri korka.
Svona sértæk áhugamál eru af flestum talin of einhæf til að vera raunverulega virk, þannig að vinsælustu (og að mínu mati allavega skynsamlegustu) tillögurnar að skiptingu eru eitthvað á þessa leið:
-Raunvísindi (t.d. eðlisfræði, efnafræði, líffræði)
-Félagsvísindi (sálfræði, félagsfræði)
-Málvísindi (tungumál)
-Hugvísindi (t.d. rökfræði, heimspeki, stærðfræði jafnvel)
Svo gerist bara aldrei neitt :)
En það er samt nokkurnvegin á hreinu og flestir sammála um að núverandi skipti sé útí hött. Ekki síst vegna þess að ‘dulspeki’ áhugamálið er ekki undir ‘Dægurmál’.