Sæl öll.
Ég setti þetta líka í atburði en fæ að c/p þessu hér:
http://www.resextensa.org
Næsta fræðakvöld Res Extensa, félags um hug, heila og hátterni, verður haldið fimmtudaginn 5. júlí kl. 20 á efri hæð Café Victor. Fyrirlesarar eru Hannes Högni Vilhjálmsson og Ian Watson. Fræðakvöldið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
Hannes Högni er lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og starfar einnig í CADIA: Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík. Fyrirlestur hans nefnist: “Stafrænir holdgervingar í félagslegum sýndarheimi: Hvernig sálfræði og félagsvísindi nýtast við hönnun og smíði myndrænna samskiptakerfa”.
Ian Watson er aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, og er menntaður í bæði málvísindum og félagsfræði. Ian ætlar að fjalla um
samskynjun, hið undarlega en jafnframt áhugaverða ástand þegar skynfærunum virðist slá saman þannig að fólk segist til dæmis sjá tónlist í litum eða finna bragð af orðum. Ian flytur fyrirlestur sinn
aðallega á ensku, sjá nánari lýsingu hér fyrir neðan:
Synesthesia is back on cognitive scientists' radar screen after several decades of obscurity. A surprisingly large number of people associate letters, numbers, or musical notes with colors. Nobody really knows why people do this, but new methods allow researchers to study these associations systematically and precisely. The word “synesthesia” implies a mixture of the senses, but colored letters are less sensory
perceptions than private labels for sets of things. Ian has followed research on synesthesia for some years and will introduce the audience to it.
English summary:
Res Extensa, an organisation on mind, brain and behavior, is presenting two lectures on july 5th. at Café Victor, Ingólfstorg. Ian Watson will
be lecturing in English on synesthesia, the apparent “mixing” of the senses (see English description above). Hannes Högni Vilhjálmsson will lecture on the application of psychology and the social sciences in the development of artificially intelligent creatures. The lectures are open to anyone and free of charge.
http://www.resextensa.org