Í klassískri eðlisfræði er hreyfing afstæði, svo sem ef þú hleypur um borð í lest á 3m/s og lestin fer á 20 m/s ertu að fara samtals 23m/s miðað við jörðina en bara 3m/s miðað við lestina. Tími var álitinn fastur fyrir öll viðmiðunarkerfi, þannig ef það liðu 2 sekúndur í kerfi 1 þá liðu einnig 2 sekúndur í kerfi 2 (en eins og ég sagði fyrst átti það ekki við um hreyfingu, í viðmiðunarkerfi 1 fórstu á 3m/s en á 23m/s í kerfi 2).
Svo kom Einstein og setti fram nýja eðlisfræði í kenningu sem þú kannast örugglega við, afstæðiskenningin. Hún segir að hreyfing og tími sé afstæður, hinsvegar er ljóshraðinn fasti og er eins í öllum viðmiðunarkerfum. Ef þú ert að vinna með eðlisfræðireikninga eftir kenningum Einstein getur tíminn verið breytilegur á milli viðmiðunarkerfa, þannig að þegar 2 sekúndur líða í kerfi 1 líða kannski 4 sekúndur í kerfi 2.
Þú lærir betur um þetta í framhaldsskóla ef þú ætlar að læra eðlisfræði þar, en það er hægt að skrifa nokkuð langan texta til að útskýra þetta.