Tók eftir því að nokkrir hafa svarað könnuninni þannig að i sé tvinntala. Talan i er kölluð þvertala (e. imaginary number) þar sem hún er á talnaásnum sem liggur þvert á rauntalnaásinn. Með þvertölum og rauntölum er síðan hægt að mynda tvinntölur (e. complex number). Vona bara að menn átti sig á þessu. Að sjálfsögðu má búa til tvinntöluna 0 + 1i sem er í raun i, en sjálf talan er bara nefnd ímyndaði fastinn eða þvertalan (og hugsanlega eitthvað annað sem ég þekki ekki).

Bætt við 15. maí 2007 - 14:52
Titillinn átti að sjálfsögðu að vera: "Er i tvinntala?". z = x + yi er tvinntala þar sem i er þvertalan, y þverhluti og x raunhluti. Þ.e.a.s. ég vildi að menn kölluðu i þvertölu en ekki tvinntölu.