Já það er hægt að sjá -2 fugla með því að ákvarða núllpunktinn á (huglægri) mælingu fuglahóps við 30 fugla og sjá svo bara 28 af hópnum, þó fæst börn séu svo frumleg í hugsun þá gæti það hafa gerst :p
Mér finnst bara frekar sérstakt að lesa í kennslubókinni “tvinntölur geta aldrei táknað eðlisstærðir” og sjá síðan á næstu blaðsíðu þær vera útskýrðar með eðlisstærðum (lengd á blaði), tvískinnung myndi ég kalla það.
Annars þakka ég svörin, bjóst nú við að enginn myndi nenna svara þessu. Og ég tek ráði þínu við að reikna fullt af dæmum, það hefur aldrei komið sér illa :)
Bætt við 3. maí 2007 - 00:19
Fékk pínu bakþanka um fugladæmið, hefði kannski átt að gefa fjöldanum nafn, en -2 fuglar táknar fjölda umfram viðmiðunarstærð 30 (sem er í daglegu tali 0).