Nei, við vitum rosalega lítið um þau. Alveg eins og við vitum rosalega lítið um sjávarbotninn hér á okkar eigin jörð. Við erum ótrúlega fávís.
Það er hinsvegar mjög merkileg saga bakvið þessi fyrirbæri. Löngu áður en nokkur maður hafði nokkra vísbendingu um fyrirbæri líkt og svarthol í alheiminum höfðu menn látið sér detta það að í hug.
Lausleg útskýring er svona, rúm eru þær þrjár víddir sem við hreyfumst í, hægri/vinstri, upp/niður og aftur á bak/áfram. Tími önnur vídd sem við þurfum til að staðsetja okkur, ég get verið í 20 mínútna fjarlægt frá Reykjavík t.d. Saman eru þetta fjórar víddir sem saman kallast tímarúm. Einstein hélt því fram að sveigjur í tímarúmi orsökuðu það sem við köllum þyngdaraflið. Ástæðan fyrir því að jörðin snýst um sólina er að sólin sveigir tímarúmið að hlutir festast ofan í sveigjunni sem hún myndar (prufað þú að setja þungan hlut á dýnu, þá sérð þú hvernig hann sveigir dýnuna og í kringum hann myndast lægð).
Það sem nokkrum gaurum datt í hug var einfaldlega það að ef þú ert með nógu þungan hlut þá getur þú sveigt tímarúmið svo mikið að það myndar holu. Holan er svo djúp að jafnvel ljós dettur ofan í hana.
Svo hafa menn síðan tekið ljósmyndir af ljósi sem sveigir af leið og hverfur, líklegast ofan í svarthol. En þar sem svarthol gleypa ljós sjást þau ekki, þess vegna nefnast þau svört.
Svo það má segja að við vitum _almennt_ hvernig þau virka. Ormagöng er önnur hugmynd sem byggir á sveigjum í tímarúmi.
P.s. þetta er algjörlega óvísindalegt innlegg skrifað í hraði svo ekki taka of mikið mark. Hér hafa hlutir verið einfaldaðir um of, svo þeir eru sjálfsagt vitlausir.