hver er hugsunin að baki þess að breyta klukkunni vor og haust? td. það er 5 tíma mismunur milli Reykjavík og Orlando á sumrin en 4 tíma mismunur á veturna
Klukkan er færð aftur um einn klukkutíma á sumrin. Hugsa að það sé vegna þess að þá kemur sólin upp fyrr, annars hef ég aldrei náð tilgangnum í þessu almennilega. Fólk sem ég þekki og býr t.d. í England eða Ástralíu þar sem þetta er siður, skilja tilganginn ekki heldur og vilja flestir víst leggja þetta niður.
Heyrði einhverntíman að þetta væri til að nýta dagsbirtuna betur. Semsagt, ef það birtir snemma, þá er um að gera að fara fyrr á fætur til að vera á fótum þegar það er bjart. Örugglega sniðugt að sumu leiti.
Klukkan er færð fram um eina klukkustund frá staðartíma yfir vor- og sumarmánuði. Þetta er gert til þess að við notum dagsbirtuna betur, því hér breytist hún mikið eftir árstímum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..