Mér hefur fundist fólk almennt ekki hafa hugmynd um útá hvað þróunarkenningin gengur og þessvegna finnst mér ekki skrítið að fólk skuli fara aðhyllast sköpunarsöguna og álíka vel ígrundaðar hugmyndir.
Ég var eitthvað að hneykslast á þessu um daginn og tók dæmi um að ég hafi verið að leiðrétta manneskju sem hélt að útgáfa Lamarck's af þróunarkenningunni væri rétt (án þess þó að viðkomandi hafi kunnað nafnið, bara hugmyndina), síðan lýsti ég þeirri hugmynd og fólkið sem heyrði varð bara hissa og hélt líka að þróun færi fram eins og Lamarck hélt fram.
Þetta kom líka fram í líffræðitíma einhverntíman þegar kennarinn var að lýsa Lamarckisma, og margir nemendur urðu bara hissa og spurðu hvort Lamarckismi væri í alvörunni rangur.
Er þetta ekki kennt í grunnskólum? Er fólk svona hrætt við þetta eða óöruggt einhvernvegin? Er skólakerfið kannski bara svona hræðilega lélegt og illa skipulagt?
http://en.wikipedia.org/wiki/Jean-Baptiste_Lamarck
http://en.wikipedia.org/wiki/Inheritance_of_acquired_traits
http://en.wikipedia.org/wiki/Lamarckism