Ég var að skoða niðurstöðurnar úr síðustu könnun sem ég sendi hingað inn, „Hvaða svið vísinda og fræða heillar þig mest?“ og fór að velta einu fyrir mér.

Vísvitandi setti ég heimspeki ekki inn sem sér flokk, heldur valdi ég að flokka heimspekina undir hugvísindi (fór þar eftir flokkun menntakerfisins). Hins vegar valdi ég að hafa dulspeki með í könnuninni.

Könnunin sýndi að 30% þeirra sem svöruðu heillast mest af raunvísindum, dulspeki fékk 16%, sagnfræði 14% og hugvísindi fengu 3% (er ekki að telja allt upp).
Það vakti athygli mína að 14% merkja við „Annað” og fór ég að velta því fyrir mér hvort þeir sem stundi heimspeki áhugamálið og svöruðu könnuninni hafi frekar valið að svara undir Annað heldur en hugvísindi?
Út frá þessum vangaveltum ákvað ég að búa frekar til þráð á korkasvæðinu heldur en að senda inn nýja könnun.

Ég vil endilega fá að heyra álit ykkar Hugara á /visindi á þessu máli.

Þar að auki er það með vilja gert að gera þráðinn á /visindi þar sem könnunin var send þangað inn. Vona að sem flestir Hugarar á /heimspeki skoði korkasvæðið á /visindi.

Bestu kveðjur til allra Hugara.
Kveðja,