Ja, ef ég á að vera alveg hreinskilinn við þig, þá fór seinni setninginn (Móðir og faðir allra alvöru vísinda) „inn um annað og út um hitt" :)
Tók s.s. ekki eftir þessari athugasemd…
En jú, ég flokka þarna stærðfræði undir raunvísindi og heimspeki undir hugvísindi (fer eftir menntakerfisflokkuninni).
Þá finnst mér eins og hægt sé að flokka stærðfræðina bæði í raunvísindi og hugvísindi, en það fer allt eftir því hvaða stig stærðfræðinnar þú talar um.
Þessi grunnstærðfræði (samlagning, frádráttur, margföldun, deiling, rúmfræði, deildun, heildun) myndi ég frekar flokka til raunvísinda, en æðri stærðfræðin (þegar sannanirnar eru komnar inn í spilið) á líklegast til betur heima í hugvísindum, þar sem virkilega þarf að pæla í hlutunum, en ekki bara slá inn á tölvu.
Er þetta greining sem þú ert sammála? :)