Í hvað ertu að fara að nota þessa smásjá? Og hvað má gripurinn kosta?
Þetta þarftu að hafa á hreinu því þú getur fundið smásjár sem kosta lítið (og gæðin eftir því, meira ætlaðar sem leikföng fyrir krakka) og svo rándýrar smásjár sem notast á rannsóknarstofum.
Vissulega hlýtur að vera hægt að finna smásjár sem kosta ekki of mikið en sinna sínu hlutverki, þó svo að ég sé ekki með það allt á hreinu.
Ég leitaði þó létt að smásjám á netinu, til að geta sagt þér eitthvað til.
Heimilistæki eru með tilboð á sjónauka og smásjá á 4-5 þúsund, en slík smásjá er ekki í háum gæðaflokki.
Á vef Skólavörubúðarinnar er hægt að finna 4 smásjár með ljósi. Þá komum við aftur að því hversu miklu þú hefur hugsað þér að eyða í smásjánna.
Þú getur hugsanlega komist upp með að nota Smásjársettið sem býðst (verð á vefnum 5.745 kr.), að minnsta kosti virðist það skila meiru af sér heldur en Invicta smásjá fyrir eldri börn (verð á vefnum 8.845 kr.).
Svo er boðið uppá alvöru smásjá, Euromex með ljósi, sem er vel boðleg við rannsóknir, en hún kostar 42.995 kr.
Væntanlega er Euromex smásjáin of dýr fyrir þig og tæplegast borgar það sig fyrir þig að fjárfesta í slíkri smásjá nema þú sjáir framá að geta notað hana næstu 10 árin.
En eins og ég sagði fyrst, áður en þú kaupir þér smásjá skaltu íhuga í hvað þú ætlar að nota hana og hvað hún má kosta :)