Mér leikur forvitni á að vita hver er raungreinamenntun (náttúrufræði einnig talin með) Hugara á /visindi, hvaða áfanga menn tóku í framhaldsskóla, eða stefna á að taka. Eins og hvort Hugarar eru komnir með meiri menntun í raungreinum, háskólamenntun eða aðra sérhæfðari menntun.
Ég vildi ekki setja þetta inn sem könnun þar sem mér líkar illa við að hafa langa lista þar sem einungis er hægt að velja eitt svar.
Sjálfur tók ég 4 jarðfræðiáfanga í framhaldsskóla, auk skyldubundinna áfanga í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og líffræði.
Núna er ég svo í jarðfræðinámi við Háskóla Íslands.
Hugarar á /visindi, endilega greinið frá ykkar menntun á raungreinasviðinu :)
Kveðja,