Á forsíðunni er könnun þar sem að menn eru beðnir að velja tölu 1-4. Líkindafræðin segja að séu tölurnar valdar að handahófi ættu þær að vera valdar u.þ.b. jafn oft eftir því sem tilfellin verða fleiri. Niðurstöðurnar eru því áhugaverðar eftir að um 2000 notendur hafa tekið þátt því að talan þrír er valinn í 40% tilvika þegar búast hefði mátt við um 25% ef um handahóf er að ræða. Hinsvegar eru hinar tölurnar valdar, eins og við má búast, u.þ.b. jafn oft.
Svo hvað er það sem ræður því að talan þrír er valinn svona oft? Það er ljóst að talan þrír hefur í gegnum tíðina verið afar tengd trúarbrögðum, svo sem voru faróar Egypta ávalt í þrír í hóp, heilög þrenning kristni og algeng happatala. Klassísk grísk finngálkn eru blanda af þrem tegundum dýra oftast. Af þessu má draga þá ályktun að talan hefur verið mikilvæg í gegnum tíðina af einhverjum sökum.
Hvað dettur ykkur í hug?
Algeng kenning er að okkur sé tamt að hugsa í þrenningum, þó svo ég hafi ekki hugmynd af hverju.
Allt er þegar þrent er?