Eftirfarandi greinarkorn er í síðasta t.b. Lifandi vísinda.
“Nýjar myndir frá Hubble-sjónaukanum sýna hvernig þéttar gasskífur, sem eru vel á veg komnar með að mynda reikistjörnur, láta undan mjög heitum og ljóssterkum sólum í Óríonþokunni og fjúka burt. Ein þessara sterku stjarna er Theta 1 Orionis. Hér voru tekin að myndast allstór korn og steinar en þokan reyndist vera að leysast upp í gríðarsterku útfjólubláu ljósu og áköfum sólstormi frá stjörnunni. Þessi uppgötvun bendir til að sólkerfi með reikistjörnum kunni að vera mun sjaldgæfari fyrirbrigði en talið hefur verið. E.t.v. fjúka allt að 90% slíkra gasskífa burt áður en þau ná að mynda reikistjörnur”.