Ég vona að þetta passi hérna …
Ég var að pæla hvort einhver viti eitthvað um það hvað verkfræðingar gera aðallega. Ég hef rosalega mikinn áhuga á stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði og mér var sagt að verkfræði væri eitthvað fyrir mig. Ég veit bara ekki alveg um hvað starfið snýst. Ég hef heyrt að þetta sé mjög fjölbreytt en mig langar að vita svona dæmi um störf sem ég gæti unnið með þessa menntun (verkfræði í háskólanum)
Svo var ég líka að pæla hvort það eru einhverjar fleiri greinar sem ég get skoðað. Eitthvað sem hefur stærðfræði, eðlisfræði eða efnafræði.
Takk fyrirfram :)