Reyndar er ekki mjög áreiðanlegt þetta með DNAið í þáttum eins og CSI. Mér finnst samt verst að það er alltaf talað um að tékka á DNA en í rauninni er það eiginlega aldrei gert, heldur eru próteinin rannsökuð.
Ég veit ekki alveg 100% verðið á því en það er eflaust mikið, því að efnin sem að notuð eru í verkið t.d efnið til að fjölfalda DNA-ið (DNA polymerasi) er fjandi dýrt (a.m.k. 10.000 kall skiptið) og tækið sem notað er er ekki ódýrt (PCR) einnig tekur þetta miiikið lengri tíma en sýnt er í CSI og ekki er til aðstaða til að greina þetta það vel á Íslandi, heldur eru sýnin send til Dannmerkur eða Englands, svo að þegar allur pakkinn er kominn með tímakaupi tæknimanns innifalið yrði ég ekki hissa þótt að greiningin myndi hlaupa á hundruðum þúsunda ef ekki milljón.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..