Hérna er semsagt þrautin: Þú færð það hlutverk að mæla hæð á húsi með loftþrýstingsmæli.
Hvernig ætlarðu að fara að?
Ég er ekki alveg viss hvert svarið gæti verið, en mér dettur í hug að maður gæti látið mælinn detta niður af húsinu og reiknað út hæðina með jöfnunni s=1/2at^2
(a = 9,8 m/s^2)
Svo gæti maður bundið langt band í hann, farið með hann upp á húsið og látið hann síga niður og þá er það bara að mæla lengdina á bandinu sem þú notaðir.
Svo gæti maður líka einfaldlega boðið húsverðinum mælinn að gjöf ef hann gerist svo góður að segja manni hæðina á húsinu.
Dettur ykkur eitthvað sniðugt í hug? Mig grunar að það séu fleiri lausnir.