Mér finnst þetta vera merkileg vitleysa allt saman. Ég hélt að þessar umsóknir væru einmitt til þess að vefstjóri gæti séð hverjir væru hæfir og hverjir ekki; fólk sækir um, segir hvers vegna það telur sig geta sinnt þessu starfi o.s.frv. Þannig var a.m.k. einu sinni litið á þetta og allir stjórnendur sóttu um í gegnum þessa síðu. Þegar núverandi vefstjóri tók við ákvað hann að þurrka út allar umsóknir vegna þess að hann gat ekki séð hverjar væru gamlar og hverjar ekki og hann vildi fá betri yfirsýn yfir þetta. En það er reyndar hvergi á stjórnendaáhugamálinu tilkynning þess efnis að þessi síða hafi formlega verið gerð að leyndarmáli. Það eina sem vefstjóri hefur sagt, að því er ég fæ best séð, er að umbeðin samskiptaleið sé tölvupóstur; en það var sagt í öðru samhengi, beðið var um að notendur notuðu tölvupóst frekar en t.d. skilaboðaskjóðuna og þar var hvergi getið um að framvegis féllu umsóknir undir samskipti af sama tagi og einkaskilaboð.
Þess má geta að öllum er mögulegt hægt að nálgast þessa síðu í gegnum gamla tilkynningu á forsíðunni (ég skal ekki gefa upp slóðina á þá tilkynningu svo að það komist ekki upp um leyndarmálið).
___________________________________