Veit ekki hvort að þið hafið pælt í þessu en eftir því sem ég hef lesið mér til um þá verða litirnir sem við sjáum í kring um okkur til í augunum á okkur,
það sem mér finst svo magnað við það er að það þýðir að við getum ekki sagt hvernig hlutirnir eru á litinn í raun og veru þar sem að litirnir verða til í augum lífveranna sem horfa á hlutinn,
Ef að ég væri með hlut sem væri gulur á lit þá væru allir sammála mér að hluturinn væri gulur en ef að ég gæti látið kött tala þá myndi hann segja að hluturinn væri grár,
hvor hefur rétt fyrir sér, litblindir sjá svo kanski einhvern annan lit,
ég sendi einusinni fyrirspurn á einhvern í háskólanum og hann sagði mér að litirnir liggja ekki í hlutnum sjálfum heldur í auganu á okkur,
svo fer þetta aðallega eftir því hvernig ljósið endurkastast af hlutnum, rauður hlutur í góðri birtu sést vel en þegar rauði hluturinn er í skugga þá er hann frekar orðinn dökkrauður,
þannig að ég skil þetta þannig að þetta fari allt eftir því hvernig efnið sem hluturinn er búinn til úr kastar frá sér ljósi,
er þetta kanski bara vitleysa í mér :)