Sælir hugar
Ég hef tekið eftir nokkrum stjarnfræðilegum vangaveltum og ákvað því að deila með ykkur einni veltu sem ég hef haft á heilanum um nokkra stund.
Sagt er að alheimurinn sé ennþá að þenjast út. Ef ég ferðaðist út fyrir þann stað þar sem enn er ekki komið ljós. ( þ.e.a.s. þangað sem ljósið hefur ekki náð á þessum trilljón árum sem alheimurinn hefur verið til) er ég þá kominn út úr alheiminum og mun ég þá sjá þennan alheim sem STÓRAN ljóshnött sem stækkar á ljóshraða? Svo er það einnig spurning ef ég ferðast það hratt að ég nái þessu markmiði á minni lífstíð, hvað hef ég þá ferðast langt aftur í tíman?
Algjör steypa
Kveðja
einsi