Ég held að það sem mestu skipti sé áhugi og þroski. Áhugasamur stjórnandi er líklegur til að sinna áhugamálinu og þroskaður einstaklingur fer skynsamlega með vald sitt (þótt þetta séu engin veruleg völd) og lætur ekki hvaða vitleysu sem er viðgangast á áhugamálinu. Ritfærni? Já, bara svo að viðkomandi ofbjóði ekki öðrum notendum og lesendum. Ég get ekki séð að stjórnendur áhugamála á Huga almennt séu neinir ritsnillingar upp til hópa. En ég veit svo sem ekkert hvaða viðhorf vefstjóri hefur og það má vel vera að hann líti þetta öðrum augum.
___________________________________