Maður aðhyllist hvoruga kenninguna, báðar eru nákvæmar þegar það kemur að því að lýsa ákveðnum hlutum. Þær bæta hvor aðra upp enda er samþætting þeirra helsta markmið vísindamanna í dag.
Afstæðiskenningin útskýrir þann kraft sem við tökum eftir þegar við sleppum bolta úr hendi okkar, hann fellur til jarðar. Þetta köllum við þyngdarkraftin og afstæðiskenningin útskýrir vel hvernig hann verkar. Skammtafræðin útsýrir hinsvegar þá krafta sem halda boltanum saman, en það eru atómkraftarnir (og hún útskýrir ýmislegt fleira reyndar).