Ólíkt flestu efni á netinu er efni á Wikipedia í almannaeign. Hins vegar held ég að afstaða Huga sé opinberlega sú að stjórnendur eigi ekki að samþykkja copy/paste greinar (og þar með ekki greinar þýddar beint af Wikipedia).
Hins vegar þarfnast íslenska Wikipedia nýrra greina og því væri stórsniðugt ef einhver nennti að þýða greinar um vísindi og setja á íslensku Wikipedia. Þannig að ég hvet þig bara til þess.
Hérna ættu hins vegar að vera greinar sem notendur leggja eitthvað í sjálfir. Wikipedia er auðvitað nothæf sem heimild í slíkar greinar, en ekki bara sem heimild.
___________________________________