Sko, málið er að þú einfaldlega gerir það ekki. Ef þú verður uppvís af ólöglegu athæfi stjórnmálamanna áttu að láta yfirboðara þeirra vita. Þú skalt aldrei ,,negla“ opinbera persónu, sú persóna á vini á stöðum sem þú getur ekki ímyndað þér. Að sama skapi reynir maður aldrei að ,,negla” lögregluna, þeir leggja þig þá bara í einelti.
Ramminn sem þú talar um er samt í meginatriðum sá, að þú getur ráðist á gjörðir manna og deilt á þær en ekki á einstaklinginn sjálfan t.d. er þetta í lagi: ,,Árni Johnsen dró af sér fé úr ríkissjóði og það var mjög heimskulegt athæfi“, en þetta er það ekki: ,,Árni Johnsen er fífl og fáviti sem dregur að sér fé úr ríkissjóði”. Ég vil taka fram að síðasta staðhæfing var aðeins dæmi en ekki á nokkurn hátt skoðun höfundar eða eitthvað sem er á rökum reist heldur aðeins skot í myrkri.
En í rauninni, þetta borgar sig ekki. Ekki negla neinn, hver veit hvenær röðin kemur af þér ef þú ætlar að safna óvildarmönnum.