HIV, ef þú færð veiruna, þá deyrðu af völdum hennar nánast örugglega. Það eina sem hægt er að gera í dag er að hægja á dauðanum með lyfjum. 3 milljónir létust af völdum veirunar árið 2000.
Hinsvegar þarf að taka með í reikninginn að veirur eru nokkuð flóknari en svo að það sé bara ein svona og svona veira sem gerir þetta og við vitum allt um hana. Veirur, eins og lífverur, geta stökkbreyst. Það er t.d. þessvegna sem fólk hræðist fuglaflensuna. Sú veira getur aðeins borist úr fuglum í menn, en ekki manna á milli. Þegar hún stökkbreytist (sem er nokkuð líklegt) þá getur hún smitast frá manni til manns eins og hver önnur kvefpest. Vegna þröngra aðstæðna í asíu er líklegt að ef slíkur faraldur kemst á kreik að mörg hundruð þúsund gætu látið lífið.
Hugsanlega hættulegasta veiran?
Sögulega þekkjum við faraldra á svipuð nótum, svo sem svarta dauða (reyndar ekki vírus) sem svo var kallaður. En hann drap þriðjung Evrópubúa.