Jáhá, ég hef oft lent í einhverju undarlegu á ævi minni og hérna er eitt dæmi.
Eitt kvöld sat ég bara í herberginu mínu að horfa á sjónvarpið og fór svo upp að fá mér að drekka. Uppi er annað sjónvarp sem var kveikt á og ég labbaði framhjá því, þegar ég var kominn framhjá því skiptist yfir á rúv frá skjá einum. Mér fannst þetta undarlegt því að fjarsteringin var á borðinu. Svo að ég labbaði aftur framhjá og þá skiptist frá rúv og aftur til skjás eins. Svo hélt ég áfram að leika mér, fannst þetta voða sniðugt og heimskulegt. Svo endaði með því að ég gat annaðhvort dillað rassinum fram og til baka ef ég stóð á einum punkti á gólfinu og skipt um stöð en samt alltaf bara frá rúv og skjá einum. Og já, gat líka potað á sjónvarpskjáinn og þá skiptist. En svo hætti þetta eftir svona hálftíma.
Núna ætla ég að segja ykkur: Nei, sjónvarpið er ekki gallað og nei, það gátu ekki fleiri gert þetta.(var prófað)
Núna er ég að pæla, hvað var eiginlega á seyði? Ætli ég hafi bara verið svona stöðurafmagnaður eða eitthvað? Það er jú svona teppi á gólfinu í herberginu mínu og ég var að horfa á sjónvarpið en ég snerti hvorki sjónvarpið né teppið.
Hef oft verið að pæla í þessu…