Sem algjör leikmaður og einlægur áhugamaður um læknisfræði, sagnfræði, sálfræði, geimvísindi (má segja geimfræði?) hehe og allt sem viðkemur uppruna og tilveru okkar hér, heimspeki og Biblíufræði þá velti ég einu fyrir mér,
Þá er sú spurning hvort við séum bara verur sem urðu til fyrir algjöra tilviljun og keðjuverkandi afleiðinga áreksturs loftsteins eða halastjörnu sem var full af vatni og efnum sem kom því til leiða að líf fór að þróast á jörðinni, maðurinn sé sem sagt algjör tilviljun og líf okkar er og hafi engan annan tilgang en að við fæðumst, stækkum, fjölgum okkur og drepumst til að tryggja það að hinir hæfustu munu lifa áfram,
eða að okkar tilvera hafi æðri tilgang og að við séum (sköpuð) eða klónuð (búin til) af (Geim)veru eða Guði (hann sagði að við séu sköpuð (klónuð?) í hans mynd!), og að það er ekki sama hvernig þú lifir þínu lífi hér ???
Sem segir mér eitt og ég er fullviss í minni sannfæringu að vísindi og fræði eru eins skild og Kane og Abel, ég veit að Guð er vísindamaður og um leið mikill fræðimaður.
Hugtakið er eitt og hið sama því að þú getur fræðst endalaust um vísindin….
Semper Fidelis kæru vinir;o)
Lecte