Meðvitund skiptist upp í fjögur stig,
1. Full meðvitund
2. Vakandi en ruglaður/sljór, getur stafað af minkandi blóðflæði til heila, kulda, eiturefna osfrv.
3. Meðvitundarlítill, svara ekki ef kallað er á sjúkling en svarar sársauka, oft klípa sjúkraliðar í viðkomandi til að kanna þetta stig.
4. Meðvitundarlaus. Þetta er í raun mjög lífshættulegt ástand þar sem það slaknar á öllum vöðvum líkamans, þar á meðal tunguvöðvanum, oft kemur það fyrir að tungan fellur aftur í kok sjúklings og hann kafnar. Þessir sjúklingar eru ávalt í fyrsta forgang á sjúkrahús og það má alls ekki reyna að vekja þessa sjúklinga til meðvitundar!
Heilinn hefur brugðist svona við að (slökkva á) allri annari líkamsstarfsemi sem eru ekki lífsnausynleg okkur.
Það hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort sjúklingar skynji eitthvað eða dreymi í algjöru meðv.l. Þess vegna er sú regla viðhöfð hjá sjúkraliðum, læknum og björgunarsveitarfólki að tala aldrei um áverka eða líðan sjúklings því það hafa komið upp tilfelli þar sem sjíklingur var meðvitundarlaus en heyrði samt það sem var sagt í kringum hann.
Heyrnin virðist því má segja detta seinust út hjá þessum sjúklingum.
Kveðja,
Lecter
Kennari í skyndihjálp