Málið er að sumir eru óánægðir með að greinarnar detti of fljótt út því það sé stanslaus straumur af greinum af undiráhugamálum. Nokkrir hafa til að mynda sagst skrifa frekar undir heimspekiáhugamálinu en vísindum og fræðum af þessari ástæðu. Þetta er náttúrulega kannski bara viðhorf sem mætti breyta, það er allavega ein leið. Önnur leið er að stofna nýtt undiráhugamál.
Náttúruvísindi (í því felst líffræði, jarðfræði, erfðafræði, stjörnufræði og fleira í þeim dúr) Félagsvísindi(í því felst sálfræði, þjóðfélagsfræði, landafræði, sagnfræði og fleira í þeim dúr) Heimspeki og hugsanlega Dulspeki
Jamm, ég get alveg nokkurn veginn tekið undir þessa flokkaskiptingu. Held samt að fólkið á geimvísindi og sagnfræði yrði ekki hrifið af því að sameinast öðrum. Dulspeki og trúarbrögð ættu svo að vera séráhugamál, en ekki undir vísindum og fræðum, að því er mér finnst.
Sagnfræðin er nógu virk til að vera sérstakt áhugamál. Auk þess er sagnfræði yfirleitt ekki flokkuð með félagsvísindum (þótt það komi fyrir) heldur frekar með hugvísindum eða mannvísindum. En það er aukaatriði.
Ég hef lengi sagt að það væri mest vit í að bæta við áhugamáli fyrir náttúru- og raunvísindi og öðru fyrir félags- og mannvísindi, halda heimspekinni og sagnfræðinni og hugsanlega geimvísindunum og setja kannski upp áhugamál um trúarbragðafræði í staðinn fyrir dulspeki (ef menn vilja samt hafa dulspeki áfram þá ætti hún að vera í einhverjum öðrum flokki).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..