Draumurinn var ávalt að verða læknir, en eftir frekar erfiða æsku og uppeldi á heimili þar sem fíkniefni, áfengi og ofbeldi var algengara en brauð og ostur, og vegna algers áhugaleysis á bóknámi hjá mér (sérstaklega dönsku og íslensku+ljóð) og engrar hvattningar, þá tók afi mig í nám sem smiður, hann er gullmoli kallinn;o)
Það gaf leiðinna fyrir að fara í slökkviliðið og verða sjúkraliði/flutningsmaður. Skyndihjálp og umönnun slasaðra hefur ávalt verið mín hjartnæm ástríða.
Þess vegna sem táningur gaf það auga leið að fara í björgunarsveit og hefja nýliðanám sitt þar og það var tilvalin grunnur fyrir slökkviliðið. Ég valdi þá björgunarsveit sem setti ströngustu kröfurnar á nýliða hvað varðar þjálfun og aga, mig langaði að athuga hvort að ég mundi standast erfiðustu nýliðaþjálfuninna sem völ var á.
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var alræmd á sínum tíma og gekk undir nafninu sem “Rambo-liðarnir” vegna þess að sumir töldu kröfur þeirra um aga vera “sjúklegrar”, en það eina sem þessi agi skilaði okkur óreyndu tánings-njálgunum var að gera okkur að þeim bestu af þeim bestu björgunarmönnum og en hæfari en þeir sem áður höfðu verið, áður en ég náði tvítugs aldri var ég orðin sem atvinnumaður í björgun fólks í öllum verstu mögulegum aðstæðum sem hugsast gat, auðvitað var allt þetta í sjálboðarvinnu, það var eitthvað sem margir af mínum bestu vinum skildu alls ekki. Ég varð að leggja sjálfur út kostnaðarlega fyrir öllum þeim búnaði sem til þess þurfti að geta orðið sjálboðaliði í björgunarsveit, og að ég fékk aldrei greiddan einn aur fyrir allt ómakið og frítímann sem ég lagði fram?
Þessir vinir mínir útskrifuðust margir úr Háskóla Íslands, þeim sem mig langaði að læra til læknis, þeir gerðu grín af mér og töluðu margoft niður til mín. Eitt dæmi er ég hitti þá við Bowlinghöllinna í Öskjuhlíðinni, við vorum á æfingu sem nýliðar hjá FBS-R, í stóru sprunguni þar og ég hafði labbað yfir á bílastæðið þar við endan á sprunguni, þar hitti ég alla vini mína sem spurðu mig hvað í óskupöpunum ég væri að gera þarna með allan þennan búnað, bakpoka, talstöð, spelkur, skyndihjálpabúnað, áttavita, kort ofl., ég svaraði að ég væri á æfingu með FBS-R og að ég væri að kemba svæðið og fullvissa mitt leitar-team að því að það væru alls ekki fleiri sjúklingar á svæðinu. Þeir skellihlógu og eftir það fékk ég það viðurnefni að ég væri með skírteini upp á það að meiga stunda “Sveiðiskembingar”, ég var jú bara aumur trésmíðarnemi, sem eyddi tímanum sínum í algjöru vitleysu!
Í dag eru hundruð ef ekki þúsundir Björgunarsveita sjálfboðaliða á vegum Landsbjargar tilbúnir í það að hætta lífi sínu og limum fyrir öryggi og velferð okkar Íslendinga.
Þessir sérþjálfuðu björgunarsveitarmenn eyddu öllum sínum frítíma frá fjölskyldu sinni í það að verða sem hæfastir í því að bjarga öðrum mannslífum, að leggja sitt afl og framtak á vogarskálar okkar samfélags til að við, sem Íslendingar mundum vegnast sem allra best….
Em gott fólk hvað það og fortíðardraugar segja þá er það eitt fyrir víst, að ég er enn sterkari sem endra nær og mun stútera mannlegt eðli og mannkynssögun ofan í kjölinn, ef það er það sem mun daraga mig til dauða að leita sannleikanns og uppruna okkar, veit GUÐ einn hehe,
A Riva Dercy,
Semper Fidelis elsku, sönnu og kæru Hugarar
Lecte